Leita í fréttum mbl.is

Kveðja frá kennara

Janus, þú ert hæfileikaríkur og skemmtilegur strákur.

Þú ert góður leikari og syngur vel.

Mundu að gera kröfur til þín, þá nærðu þeim árangri sem þú vilt.

Auður Ögmundsdóttir


Tyrkjaránið - Leikrit

Mér finnst gaman að gera leikrit Því þá er maður að gera eitthvað skemmtilegra enn að skrifa og lesa.

Já Því þá er maður að sjó og heyra atburði aftur og aftur þannig maður lærir textan og námið á sama tíma.

Mér finnst að það voru engir gallar eða ókostir.


Fuglar

Í nátturufræði vorum við að læra um fugla. Það sem ég lærði nýtt var að það eru 6 fugla flokkar og allir flokkarnir eru mismunandi. Ég vona að ykkur finnst glærurnar sem ég gerði í powerpoint góðar.

 

Fuglar
View more presentations from janusg.

Anna Frank

Í ensku vorum við að fjalla um Önnu Frank. Fyrst hlustuðum við á sögu hennar í enskutíma hjá Auði. Sagan um Önnu Frank er dálítið sorgleg, því það gerast oft slæmir hlutir í henni. síðan áttum viað að gera mynd band um Önnu Frank  hé getið þið séð það. Smile


Hallgrímur Pétursson

Í Íslensku vorum við að læra um Hallgrím Pétursson. Við byrjuðum á að Auður kennari lét okkur hafa blað með upplýsingum nota til að skrifa um hann. Við gerðum þetta verkefni í Power Point. Hallgrímur fæddist árið 1614 í Gröf á Höfðaströnd. Hallgrímur var mjög erfiður í æsku og erfitt var að hemja hann, Hann var svo erfiður að hann var rekinn úr skóla þegar hann var ungur. þegar Hallgrímur var í Kaupmannahöfn kom hópur frá Alsír úr ánauð og í þeim hópi var Guðríður Símonardóttir. Guðríður og Hallgrímur urðu ástfangin og eignuðut 3 börn. Þau hétu Eyjólfur,Guðmundur og Steinun. Steinun dó nokkuð ung. En í Kaupmannahöfn lærði Hallgrímur Járnsmíði. Hallgrímur var svo prestur á Hólum. upplýsingarnar fundum við á rúv og wikipedia.

Landafræði

Í landafræði var ég að læra um evrópu á miðönn. Ég byrjaði á að búa til bók með öllum löndunum í evrópu og höfuðborgir þeirra og skifaði hvað ég vissu um evrópu. við áttum að velja tvö lönd ég valdi úkraínu til að gera í power point og portugal til að gera í photostory 3. mér fannst skemmtilegast að vera í power point en það var líka gaman að prufa photostory

þetta er um portugal

 

þetta er um Úkraníu

 

 


Samfélagsfræði !

Ég var að læra um árin í Íslandssögunni frá 870 til 1490. Það sem mér fannst áhugaverðast var hvernig fólk náði að lifa af án þess að vera með rafmagnstæki. Við lærðum um nokkra biskupa en sá sem mér fannst áhugaverðastur var Ísleifur Gissurarson en hann var biskup í Skálholts biskupsdæmi. Ég valdi hann vegna þess að hann var fyrstur Íslendinga til að vígjast til biskups, árið 1056.

Verk og list

Í verk og list var ég í saumum og gerði náttbuxur. Ég byrjaði að fá snið frá kennaranum og klippti síðan út buxurnar. Síðan saumaði ég buxurnar saman. Það mátti setja teygjur neðst en ég vildi það ekki. Ég fannst buxurnar mjög flottar. Og mér fannst líka mjög gaman að sauma þær.LoL

Skoðun mín á Snorra sögu

Í Snorra verkefninu gerðum áttum við að lesa bók um Snorra og svara spurningum úr henni. Og við enduðum með að gera Snorra leikrit . Ég var Snorri á eldri tíma. Við lærðum líka um óvini Snorra eins og Gissur. Við fórum í ferð til heimili Snorra og lærðum mart um það eins og að Snorri átti nátturulegan heitapott. Mér fannst þetta verkefni mjög skemmtilegt og áhugavert.

             


Jarðvísindi

Í jarðvísindum hjá Önnu var skipt í hópa. Ég og Gísli vorum saman í hóp og völdum að gera powerpoint show um Surtsey. Okkur gekk vel, við byrjuðum á að finna upplýsingar á netinu og fundu myndir. Við skrifuðum í word og settum síðan í power point. Ég kunni að gera power point glærur þannig að þetta gekk vel. Ég lærði að Surtsey er alltaf að minnka. Þetta var fínt verkefni.


Næsta síða »

Höfundur

Janus Gertin Grétarsson
Janus Gertin Grétarsson

hæ ég heiti Janus

 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband